Sigríður Pálína Arnardóttir

Sigga Palla er lyfsali og eigandi Reykjanesapóteks. Hún hefur yfir 30 ára reynslu af því að starfa sem lyfjafræðingur og yfir 20 ára reynslu af því að reka apótek, bæði hérlendis og í Noregi. Þegar Sigga Palla opnaði Reykjanesapótek var gamall draumur að rætast en henni hefur alltaf langað til að opna sjálfstætt apótek í heimabyggð.

Sigga Palla útskrifaðist úr lyfjafræði með Cand. Pharm. próf frá  Háskóla Íslands árið 1988 og hefur starfað sem lyfjafræðingur síðan. Hún var formaður Lyfjafræðingafélags Íslands frá 2001-2004. Einnig starfaði hún í stjórn Sykursýkissamtakanna í Noregi.

Utan vinnu hefur Sigga Palla áhuga á hestamennsku en hún á ásamt manninum sínum Sævari fjóra hesta.

Sigga Palla býr í Reykjanesbæ

Senda tölvupóst

Starfsfólk

Til baka