Áfylling á sjúkrakassa

Við bjóðum upp á víðtæka þjónustu á hjúkrunarsviði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Við leggjum upp úr því að eiga fjölbreytt og vandað úrval af hjúkrunarvörum á lager auk þess sem við sérpöntum eftir þörfum til að uppfylla hverja pöntun.

Starfsfólkið okkar hefur áralanga reynslu af yfirferð og áfyllingu á sjúkrakassa, allt frá litlum töskum í sumarbústaðinn yfir í fullbúnar töskur fyrir stærri fyrirtæki. Í hverjum mánuði förum við yfir og fyllum á fjölda sjúkrakassa af öllum stærðum.

Við erum í samstarfi við nokkra af helstu dreifingaraðilum hjúkrunarvara á Íslandi.
Meðal fyrirtækja sem við verslum við eru Cetus, Donna, Eirberg, Fastus, Icepharma og Medor.

Enginn sjúkrakassi er of stór eða lítill fyrir okkur. Endilega hafðu samband og við getum kynnt þér fyrir þjónustunni okkar.

 

Panta yfirferð á sjúkrakassa

Þú getur pantað yfirferð á sjúkrakassa gegnum formið hér að neðan.
Einnig er hægt að hafa samband í S: 421-3393
eða með því að senda tölvupóst á rnap@rnap.is