Lyfjastoð

Persónulegt viðtal við sérþjálfaðan lyfjafræðing

Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki og gefur viðskiptavinum okkar tækifæri til að spyrja allra þeirra spurninga sem þau hafa um lyfjameðferð sína í persónulegu samtali við sérþjálfaðan lyfjafræðing.

Þjónustan er kjörin fyrir alla sem taka lyf við hjarta- eða æðasjúkdómum á borð við blóðþynningarlyf, blóðþrýstings- og blóðfitulækkandi lyf. Þar sem um þróunarverkefni er að ræða er þjónustan fyrst um sinn bundin við einstaklinga sem taka lyf í þessum lyfjaflokkum.

Verkefnið er unnið af Reykjanesapóteki í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – HSS.

Lyfjafræðingar okkar eru þegar byrjaðir að bóka viðtalstíma.